Excel 1 - Grunnur.
Excel námskeiðið er kennt í formi fjarkennslu og hefur hlotið einstaklegagóðar undirtektir. Þetta er 3 vikna kröftugt tölvunámskeið sem er alfarið í fjarnámi, engar forkröfur á þekkingu, enginn sérútbúnaður í tölvu, en æskilegt er að vera með góða nettengingu. Námið fer þannig fram að nemendur fá námsgögn send í pósti, kennslubækur og sækja einnig eftir leiðsögn leiðbeiningar og kennslumyndbönd af internetinu.

Auk þess er nemendum fylgt eftir símleiðis og þeir hafa aðgang að þjónustusíma sem er opinn 10-20 virka daga.

Athugið að upptalning á efnistökum námskeiðsins hér að neðan er ekki tæmandi. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi Excel námið er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson hjá Tölvuskólanum nemandi - og fá frekari upplýsingar ( s: 7888805 ) eða með því að senda okkur fyrirspurn hér í gegnum vefinn. Athugið að í upphafi er 1 vika notuð í til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir.

Töflureiknir Excel
Þetta námskeið er fyrir þá sem lítið sem ekkert hafa komið nálægt Excel áður. Útskýrt er hvernig töflureiknirinn Microsoft Excel getur nýst viðútreikninga og áætlanagerð. Unnið er með útreikninga eins ogprósentureikning og að reikna út meðaltal. Einnig eru gögn flutt inn í Excel af vefnum og úr Excel inn í önnur Office forrit.

Meðal efnis

 • opna töflureiknisskjal, breyta því, bæta við línum og reikna ný gildi
 • setja inn línur og dálka - mynda nýja línu eða dálk á tilteknum stað
 • búa til töflureiknisskjal og rita inn gögn:
 • tölur
 • texta
 • formúlur
 • forsníða reiti, hvað varðar t.d. fjölda aukastafa, skilmerki, gjaldmiðil o.fl.
 • stilla dálkabreidd og forsníða dálka og línur
 • raða í töflureiknisskjalinu
 • nota grunnaðgerðir í töflureikni, t.d .:
 • summa
 • meðaltal
 • prenta og vista töflureiknisskjal
 • setja inn síðuhaus og síðufót
 • nota hjálpina
 • nota beinar og afstæðar reitatilvísanir í formúlum. (Extra)
 • mynda gröf og töflur á grundvelli gagna í töflureikninum.
 • prenta út gröf með titlum og texta
 • flytja gögn milli töflureiknisskjala

Mögulegt er að taka Excel 2 - fyrir lengra komna í beinu framhaldi af þessu námskeiði.

Boðið er uppá kennslu í Excel 2016 - 2013 og eldri útgáfur. 

Skilmálar:
DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746.   Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.

Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.